Í þessari uppfærslu höfum við bætt virkni flokkunar og úrvinnslu bókhaldslykla verulega. Með nýju inn- og útflutnings valmöguleikunum er hægt að uppfæra flokkun, nöfn og aðrar upplýsingar bókhaldslykla til að einfalda meðhöndlun margra lykla. Flokkun hefur aldrei verið einfaldari.
Við kynnum til leiks aukinn sérsníðaleika á skýrslur, en nú er meðal annars hægt að hlaða upp þínu eigin logo-i á skýrslur.
Hér er jafnframt listi af frekari viðbótum:
Nú getur þú valið hvort að upphæðir birtist í krónum, þúsundum eða milljónum
Nú getur þú valið hvort forsíða eða efnisyfirlit komi með í skýrslur sem teknar eru út sem PDF
Nú getur þú valið að fela eða sýna tóma lykla í skýrslum
Nú getur þú breytt textanum í „footernum“ á skýrslunum þínum og sett inn blaðsíðutal eða bara einhvern textabút
Með þessum uppfærslurm getur þú tekið sérsníðanleika skýrslnanna á næsta stig og haft þær nákvæmlega eins og hentar þér!
Í þessari nýju uppfærslu bætum við við nýrri virkni til þess að senda marga reikninga í einu til samþykktar, en nú geta bókarar sent eins marga reikninga og þeir vilja til samþykktar í einu á sömu samþykktaraðilana. Þetta myndar auðvitað aukinn tímasparnað þar sem ákveðnir samþykktaraðilar sjá í mörgum tilfellum um að samþykkja stóran hluta reikninga.