Einfaldasta leiðin til að færa bókhaldið inn í framtíðina

3

Samþykktarkerfi reikninga

Samþykktarkerfið er nútímalausn sem felur í sér nýstárlega virkni sem gerir vinnuna við reikningayfirferð og samþykktir einfaldari og skilvirkari.

Samþykktir reikninga eru gríðarlega stór flöskuháls hjá flestum fyrirtækjum. Samþykktarkerfi Eno er mun sveigjanlegra og sérsniðið að hverju og einu fyrirtæki – með því aukum við skilvirkni og minnkum tímann sem það tekur að samþykkja reikninga.

Skilvirkt flæði

Samþykkjendur fá sjálfvirkar tilkynningar og áminningar, hægt er að skilja eftir athugasemdir í samþykktarferlinu sem eykur samskiptastig. Rauntímaskýrslur gera fjármálateyminu kleift að greina flöskuhálsa fljótt ef reikningar tefjast.

Fullkominn rekjanleiki

Í samþykktarkerfinu er fullbúið greiningartól til staðar sem heldur utan um hvaða aðgerðir voru teknar, hvenær og hvernig svo að hægt sé að sannreyna verkferla og aðskilja hlutverk.

Sjálfvirk móttaka reikninga

Reikningamóttaka og vinnsla er tímafrek og þá fellur mikil huglæg ábyrgð á bókhaldsdeildina að passa að allir reikningar séu mótteknir.
Með Eno er það vandamál úr sögunni því hugbúnaðurinn sér um alla úrvinnslu reikninga.

Afkastageta margfaldast

Með sjálfvirkri móttöku reikninga í gegnum 3 móttökuleiðir getur fjármáladeildin rúmlega fjórfaldað afköst sín í úrvinnslu reikninga.

Nákvæmni eykst

Til lengri tíma lærir gervigreind Eno á bókhaldsaðferðir hvers fyrirtækis, með tilliti til vinnubragða notendanna og tekur því yfir meira af handvirku ferlunum með tímanum og gefur starfsmönnum fyrirtækja tækifæri á að nýta sinn tíma betur í arðbærari vinnu.

Betri yfirsýn og gjörbreytt notendaupplifun

Notendaviðmót hugbúnaðarins er gríðarlega aðgengilegt sem eykur skilvirkni og vinnsluhraða til muna.
Sérsniðnar stillingar og aðgangsstýringar  mismunandi notenda eru miðuð að því að hámarka afköst og koma í veg fyrir tvíverknað.

Miðlæg yfirsýn gagna

Innan kerfisins má finna skýrslur og yfirlit yfir reikninga sem bæði eru í samþykktarferlinu eða hafa áður verið í ferli. 

Dreifð ábyrgð

Aukið samstarf milli samþykkjenda og fjármálateymisins með tilkynningum, áminningum og möguleikanum á að gera athugasemdir við reikninga.

Bókhaldsvinnan einfölduð

Fyrir flest fyrirtæki á sér stað mikil vinna utan bókhaldskerfisins sjálfs sem snýr að hinum ýmsu verkferlum sem þurfa að eiga sér stað samkvæmt bókhaldslöggjöf, svo sem reikningasamþykktir, yfirferð reikninga og ítarlegri greining og treysta því mörg fyrirtæki á ýmsar lausnir svo sem tölvupóstsamskipti eða fjöldamörg misgóð excel skjöl.

Útrýming handavinnunnar

Hugbúnaðurinn sér til þess að fjármáladeildin geti nýtt tímann sinn betur með því að sporna gegn innslætti og öðrum tímafrekum verkefnum.

Straumlínulagaðra vinnuferli

Þegar öll skjöl fara í gegnum Eno verður vinnan afmarkaðri og hægt er að eyða meiri tíma í að skilja skjölin heldur en að byrja á innslætti ólíkra reikningategunda og svo framvegis.

Subscribe Newsletter

What types of insurance coverage do you offer?

03:48